Johnson hvetur Breta til að megra sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 15:58 Johnson segist hafa misst rúmlega sex kíló frá því að hann veiktist af Covid-19 í vor. Hann hafi verið í yfirþyngd. Vísir/EPA Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira