Garðbæingar og Seltirningar mótfallnir Borgarlínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:13 Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem áætlað er að verði teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023. borgarlína Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið. Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið.
Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira