Zlatan Ibrahimović í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:31 Hinn 38 ára gamli Zlatan stökk manna hæst er Milan valtaði yfir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Paolo Rattini/Getty Images Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira