Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 14:10 Epstein og Maxwell. Joe Schildhorn/Getty Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. Í einum póstanna, sem sendur var árið 2015, segir Epstein Maxwell að hún hafi „ekkert rangt gert.“ Maxwell hafði haldið því fram að á þessum tíma hafi hún ekki verið í neinu sambandi við hann og virðist þetta gefa til kynna að það sé ekki rétt. Í vitnisburði sagði Virginia Giuffre, einn ásakenda, að Maxwell hafi tekið jafn virkan þátt í mansalinu og Epstein. Maxwell situr nú bak við lás og slá í Brooklyn í New York en mál hennar verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Hún er ásökuð um að hafa lokkað ungar stúlkur til að vinn fyrir Epstein sem hann svo misnotaði. Þá er hún einnig sökuð um að hafa borið ljúgvitni. Hún gæti átt yfir höfði sér 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld. Epstein lést í fangelsi þann 10. ágúst 2019 þar sem hann beið þess að mál hans yrði tekið fyrir dóm. Hann var sakaður um mansal. Hafði áhyggjur af afleiðingum ásakana Giuffre Gögnin sem voru birt eru í tugatali og voru þau birt seint í gær eftir að dómur í New York dæmdi að þau skildu birt. Meðal gagnanna er nærri 350 blaðsíðna vitnisburður Virginia Giuffre, sem segir að hún hafi verið neydd til að stunda kynmök við Epstein og vini hans. Vitnisburðurinn er meðal gagna úr dómsmáli sem hún höfðaði gegn Maxwell og var tekið fyrir árið 2016. Þá eru tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein meðal gagnanna frá árinu 2015 þar sem fram kemur að Maxwell hafi haft áhyggjur af mögulegum afleiðingum dómsmálsins. Þá eru lögregluskýrslur og gögn um flugferðir einkaþota Epstein meðal gagnanna sem voru birt. Lögmenn Maxwell hafa barist fyrir því að gögnin verði ekki birt og hefur þeim tekist að koma í veg fyrir birtingu tveggja gagna til viðbótar, vitnisburðar frá 16. apríl síðastliðnum um kynlíf Maxwell og annar vitnisburður, frá öðrum ákæranda sem ekki hefur verið nefndur. Gögnin gætu verið birt á mánudag ef saksóknurum tekst vel til. Vildi ekki vera bendluð við Epstein á rómantískan hátt Í tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015 virðist vera „yfirlýsing,“ ef marka má frétt breska ríkisútvarpsins, sem Maxwell átti að nota ef hún yrði einhvern tíma ákærð fyrir mansal. Úr tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015.Skjáskot Þá virðist Maxwell, í pósti sem hún sendi 24. janúar 2015, reyna að fjarlægjast Epstein og koma í veg fyrir að hún væri tengd honum á rómantískan hátt, þar sem hún segir: „Ég kynni að meta það ef Shelley myndi stíga fram og segjast vera kærastan þín – Ég held hún hafi verið það frá lokum 99 til 2002.“ Ekki liggur fyrir hver Shelley er en Epstein svarar póstinum daginn eftir og segir að það sé „í lagi hans vegna.“ Hann skrifar einnig: „Þú hefur ekki gert neitt rangt og ég hvet þig til að fara að haga þér þannig. Farðu út, berðu höfuðið hátt, ekki eins og þú sért glæpamaður. Farðu í partý, dílaðu við þetta.“ Í beiðni lögmanna Maxwell um að henni yrði sleppt úr haldi, þann 14. júlí síðastliðinn, sögðu þeir að hún hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein í meira en áratug. Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. Í einum póstanna, sem sendur var árið 2015, segir Epstein Maxwell að hún hafi „ekkert rangt gert.“ Maxwell hafði haldið því fram að á þessum tíma hafi hún ekki verið í neinu sambandi við hann og virðist þetta gefa til kynna að það sé ekki rétt. Í vitnisburði sagði Virginia Giuffre, einn ásakenda, að Maxwell hafi tekið jafn virkan þátt í mansalinu og Epstein. Maxwell situr nú bak við lás og slá í Brooklyn í New York en mál hennar verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Hún er ásökuð um að hafa lokkað ungar stúlkur til að vinn fyrir Epstein sem hann svo misnotaði. Þá er hún einnig sökuð um að hafa borið ljúgvitni. Hún gæti átt yfir höfði sér 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld. Epstein lést í fangelsi þann 10. ágúst 2019 þar sem hann beið þess að mál hans yrði tekið fyrir dóm. Hann var sakaður um mansal. Hafði áhyggjur af afleiðingum ásakana Giuffre Gögnin sem voru birt eru í tugatali og voru þau birt seint í gær eftir að dómur í New York dæmdi að þau skildu birt. Meðal gagnanna er nærri 350 blaðsíðna vitnisburður Virginia Giuffre, sem segir að hún hafi verið neydd til að stunda kynmök við Epstein og vini hans. Vitnisburðurinn er meðal gagna úr dómsmáli sem hún höfðaði gegn Maxwell og var tekið fyrir árið 2016. Þá eru tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein meðal gagnanna frá árinu 2015 þar sem fram kemur að Maxwell hafi haft áhyggjur af mögulegum afleiðingum dómsmálsins. Þá eru lögregluskýrslur og gögn um flugferðir einkaþota Epstein meðal gagnanna sem voru birt. Lögmenn Maxwell hafa barist fyrir því að gögnin verði ekki birt og hefur þeim tekist að koma í veg fyrir birtingu tveggja gagna til viðbótar, vitnisburðar frá 16. apríl síðastliðnum um kynlíf Maxwell og annar vitnisburður, frá öðrum ákæranda sem ekki hefur verið nefndur. Gögnin gætu verið birt á mánudag ef saksóknurum tekst vel til. Vildi ekki vera bendluð við Epstein á rómantískan hátt Í tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015 virðist vera „yfirlýsing,“ ef marka má frétt breska ríkisútvarpsins, sem Maxwell átti að nota ef hún yrði einhvern tíma ákærð fyrir mansal. Úr tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015.Skjáskot Þá virðist Maxwell, í pósti sem hún sendi 24. janúar 2015, reyna að fjarlægjast Epstein og koma í veg fyrir að hún væri tengd honum á rómantískan hátt, þar sem hún segir: „Ég kynni að meta það ef Shelley myndi stíga fram og segjast vera kærastan þín – Ég held hún hafi verið það frá lokum 99 til 2002.“ Ekki liggur fyrir hver Shelley er en Epstein svarar póstinum daginn eftir og segir að það sé „í lagi hans vegna.“ Hann skrifar einnig: „Þú hefur ekki gert neitt rangt og ég hvet þig til að fara að haga þér þannig. Farðu út, berðu höfuðið hátt, ekki eins og þú sért glæpamaður. Farðu í partý, dílaðu við þetta.“ Í beiðni lögmanna Maxwell um að henni yrði sleppt úr haldi, þann 14. júlí síðastliðinn, sögðu þeir að hún hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein í meira en áratug.
Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52