Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 11:30 Guðrún Brá á titil að verja en hún er ríkjandi Íslandsmeistari golfi. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira