Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2020 20:21 14 fangar eru í dag á Sogni, allt karlmenn en pláss er fyrir 21 fanga í fangelsinu, þar af 3 konur. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur. Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur.
Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira