Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 18:00 Veltutryggingin verður innleidd 1. október næstkomandi. Já.is Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. Breytingin hefur því ekki áhrif á 97 prósent viðskiptavina fyrirtækisins að því er fram kemur í tilkynningu til viðskiptavina. Töluvert hefur verið fjallað um veltutrygginguna undanfarna daga þar sem óljóst var hvort hún næði til allra viðskiptavina Borgunar. Til að mynda var það skilningur Samtaka verslunar og þjónustu að breytingin næði til allra atvinnugreina og töldu þau ómögulegt að verða við þessum kröfum. Erfiðlega gekk að fá svör frá Borgun varðandi breytinguna en póstur var sendur til viðskiptavina í dag. Þar segir að ekki sé um skilmálabreytingu að ræða heldur sé þetta aðgerð til þess að lágmarka áhættu. Þannig sé hægt að standa við skuldbindingar við korthafa sem hafa keypt vörur og þjónustu fram í tímann. „Tölvupósturinn, sem fjölmiðlar virðast hafa byggt fréttir sínar á, var sendur á um 3% viðskiptavina Borgunar og á einungis við um þá. Allt eru þetta aðilar sem eru í þeirri stöðu að selja mestmegnis þjónustu áður en hún er veitt. Ekki er um skilmálabreytingu að ræða, líkt og ranglega hefur komið fram, heldur er um að ræða aðgerð sem er heimil í gildandi skilmálum og snýr að því að lágmarka áhættu,“ segir í tilkynningu Borgunar. Þá er ítrekað að engum greiðslum verði haldið eftir vegna vöru eða þjónustu sem hefur nú þegar verið veitt. Á það einnig við um fyrirtæki í ferðaþjónustu. Tengdar fréttir Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. Breytingin hefur því ekki áhrif á 97 prósent viðskiptavina fyrirtækisins að því er fram kemur í tilkynningu til viðskiptavina. Töluvert hefur verið fjallað um veltutrygginguna undanfarna daga þar sem óljóst var hvort hún næði til allra viðskiptavina Borgunar. Til að mynda var það skilningur Samtaka verslunar og þjónustu að breytingin næði til allra atvinnugreina og töldu þau ómögulegt að verða við þessum kröfum. Erfiðlega gekk að fá svör frá Borgun varðandi breytinguna en póstur var sendur til viðskiptavina í dag. Þar segir að ekki sé um skilmálabreytingu að ræða heldur sé þetta aðgerð til þess að lágmarka áhættu. Þannig sé hægt að standa við skuldbindingar við korthafa sem hafa keypt vörur og þjónustu fram í tímann. „Tölvupósturinn, sem fjölmiðlar virðast hafa byggt fréttir sínar á, var sendur á um 3% viðskiptavina Borgunar og á einungis við um þá. Allt eru þetta aðilar sem eru í þeirri stöðu að selja mestmegnis þjónustu áður en hún er veitt. Ekki er um skilmálabreytingu að ræða, líkt og ranglega hefur komið fram, heldur er um að ræða aðgerð sem er heimil í gildandi skilmálum og snýr að því að lágmarka áhættu,“ segir í tilkynningu Borgunar. Þá er ítrekað að engum greiðslum verði haldið eftir vegna vöru eða þjónustu sem hefur nú þegar verið veitt. Á það einnig við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Tengdar fréttir Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03
Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33