Palm Springs: Groundhog Day hálfdrættingur Heiðar Sumarliðason skrifar 15. ágúst 2020 09:48 Það vantar ekki drykkjuna þegar maður er fastur í tímalykkju. Kvikmyndin Palm Springs setti met á Sundance í fyrra, þegar hún var seld fyrir 17,5 milljónir og 69 cent. Það voru Neon og streymisveitan Hulu sem keyptu myndina. Neon ætlaði að dreifa henni í kvikmyndahús um Bandaríkin víð og endilöng, og Hulu í kjölfarið að streyma henni til áskrifenda sinna. Það fór þó ekki alveg þannig, því Neon varð að gera sér að góðu að setja hana í nokkur bílabíó, sama dag og Hulu frumsýndi hana fyrir áskrifendur sína. Það eru engin verðlaun í boði fyrir að geta sér til um hver ástæðan var fyrir því að hún kom ekki í bandarísk kvikmyndahús. Palm Springs fjallar um Nyles (Andy Samberg) sem er fastur í tímalykkju, og upplifir sama daginn aftur og aftur. Hljómar þetta kunnuglega? Jú, enda plottið úr kvikmyndinni Groundhog Day sem Stjörnubíó sýndi árið 1993, sælla minninga. Tímalykkjusagan virðist nú allt að því orðin að sinni eigin kvikmyndagrein. Við höfum m.a. fengið Edge of Tomorrow, Happy Death Day, sem og sjónvarpsþættina Russian Doll (reyndar voru höfundar Groundhog Day sakaðir um að stela hugmyndinni frá rithöfundinum Richard A. Lupoff, sem skrifaði smásöguna 12:01 PM árið 1973). Groundhog Day er klassík. Vissi ekkert um söguþráðinn Ég vissi ekkert um söguþráð Palm Springs þegar ég hóf áhorfið. Það eina sem ég vissi var að hún hafði fengið mjög jákvæða dóma gagnrýnenda, sem gerist ekki á hverjum degi þegar grínistar eins og Andy Samberg leika í kvikmyndum. Oftast fara krítíkerar ekki silkihönskum um Saturday Night Live-stjörnur á borð við fyrrnefndan Samberg, því var ég nokkuð bjartsýnn þegar ég hóf áhorfið. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar ég áttaði mig á að um væri að ræða Groundhog Day-endurvinnslu. Ég eiginlega bara trúði því ekki, má bara gera svona? Það hlaut að vera stórkostlega snúið upp á hugmyndina, annars væri vart verið að gera þessa mynd. Jú, hún er að einhverju leyti kokkuð upp á nýtt. Hún inniheldur meira af einu kryddi, minna öðru, annað grænmeti og aðeins meiri sósa, en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mest megnis sami rétturinn, nema bara ekki jafn góður. Að sjálfsögðu er þetta ekki sama mynd og Groundhog Day, það eru aðrar persónur og atvikin önnur, en ólíkt fyrirrennara sínum skortir hana tilfinnanlega tilgang. Það er því búið að segja þessa sögu áður og betur, með töluvert skýrari boðskapi og erindi. Þegar maður horfir á Groundhog Day finnur maður að hún er skrifuð af einhverjum sem hefur fullan skilning og stjórn á forminu, á meðan Palm Springs er skrifuð af hálfdrættingi. Hún er tæknilega fullnægjandi, og búið að snúa upp á söguþráðinn að ýmsu leyti, en það er enginn tilgangur með þessu. Þó Palm Springs sé oft sniðug og aðalleikararnir sjarmerandi, situr áhorfandinn því miður ekki uppi með neitt þegar áhorfinu er lokið. En það er einmitt það sem ég taldi grundvallarrök fyrir því að endurvinna tímalykkju hugmyndina. Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Það er nú þegar búið að gera kvikmynd sem vinnur frábærlega úr þeim heimspekilegu spurningum sem tímalykkjan vekur upp, hún heitir Groundhog Day. Palm Springs er fín skemmtun, en hefur engu vitrænu við að bæta. Heiðar Sumarliðason fór nánar ofan í saumana á Palm Springs ásamt sviðslistakonunni Bryndísi Ósk Þ Ingvarsdóttur í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, sem hægt er að hlýða á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að fá þáttinn beint í snjalltækið með því að gerast áskrifandi á hlaðvarpsveitum á borð við Apple Podcasts og Spotify. Stjörnubíó Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin Palm Springs setti met á Sundance í fyrra, þegar hún var seld fyrir 17,5 milljónir og 69 cent. Það voru Neon og streymisveitan Hulu sem keyptu myndina. Neon ætlaði að dreifa henni í kvikmyndahús um Bandaríkin víð og endilöng, og Hulu í kjölfarið að streyma henni til áskrifenda sinna. Það fór þó ekki alveg þannig, því Neon varð að gera sér að góðu að setja hana í nokkur bílabíó, sama dag og Hulu frumsýndi hana fyrir áskrifendur sína. Það eru engin verðlaun í boði fyrir að geta sér til um hver ástæðan var fyrir því að hún kom ekki í bandarísk kvikmyndahús. Palm Springs fjallar um Nyles (Andy Samberg) sem er fastur í tímalykkju, og upplifir sama daginn aftur og aftur. Hljómar þetta kunnuglega? Jú, enda plottið úr kvikmyndinni Groundhog Day sem Stjörnubíó sýndi árið 1993, sælla minninga. Tímalykkjusagan virðist nú allt að því orðin að sinni eigin kvikmyndagrein. Við höfum m.a. fengið Edge of Tomorrow, Happy Death Day, sem og sjónvarpsþættina Russian Doll (reyndar voru höfundar Groundhog Day sakaðir um að stela hugmyndinni frá rithöfundinum Richard A. Lupoff, sem skrifaði smásöguna 12:01 PM árið 1973). Groundhog Day er klassík. Vissi ekkert um söguþráðinn Ég vissi ekkert um söguþráð Palm Springs þegar ég hóf áhorfið. Það eina sem ég vissi var að hún hafði fengið mjög jákvæða dóma gagnrýnenda, sem gerist ekki á hverjum degi þegar grínistar eins og Andy Samberg leika í kvikmyndum. Oftast fara krítíkerar ekki silkihönskum um Saturday Night Live-stjörnur á borð við fyrrnefndan Samberg, því var ég nokkuð bjartsýnn þegar ég hóf áhorfið. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar ég áttaði mig á að um væri að ræða Groundhog Day-endurvinnslu. Ég eiginlega bara trúði því ekki, má bara gera svona? Það hlaut að vera stórkostlega snúið upp á hugmyndina, annars væri vart verið að gera þessa mynd. Jú, hún er að einhverju leyti kokkuð upp á nýtt. Hún inniheldur meira af einu kryddi, minna öðru, annað grænmeti og aðeins meiri sósa, en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mest megnis sami rétturinn, nema bara ekki jafn góður. Að sjálfsögðu er þetta ekki sama mynd og Groundhog Day, það eru aðrar persónur og atvikin önnur, en ólíkt fyrirrennara sínum skortir hana tilfinnanlega tilgang. Það er því búið að segja þessa sögu áður og betur, með töluvert skýrari boðskapi og erindi. Þegar maður horfir á Groundhog Day finnur maður að hún er skrifuð af einhverjum sem hefur fullan skilning og stjórn á forminu, á meðan Palm Springs er skrifuð af hálfdrættingi. Hún er tæknilega fullnægjandi, og búið að snúa upp á söguþráðinn að ýmsu leyti, en það er enginn tilgangur með þessu. Þó Palm Springs sé oft sniðug og aðalleikararnir sjarmerandi, situr áhorfandinn því miður ekki uppi með neitt þegar áhorfinu er lokið. En það er einmitt það sem ég taldi grundvallarrök fyrir því að endurvinna tímalykkju hugmyndina. Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Það er nú þegar búið að gera kvikmynd sem vinnur frábærlega úr þeim heimspekilegu spurningum sem tímalykkjan vekur upp, hún heitir Groundhog Day. Palm Springs er fín skemmtun, en hefur engu vitrænu við að bæta. Heiðar Sumarliðason fór nánar ofan í saumana á Palm Springs ásamt sviðslistakonunni Bryndísi Ósk Þ Ingvarsdóttur í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, sem hægt er að hlýða á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að fá þáttinn beint í snjalltækið með því að gerast áskrifandi á hlaðvarpsveitum á borð við Apple Podcasts og Spotify.
Stjörnubíó Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira