Aldrei fleiri erlend tungumál töluð í skólum borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2020 21:30 Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál. Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál.
Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira