Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2020 17:25 Hákon EA mun fara í loðnuleitina. Myndin er tekin í Bolungarvíkurhöfn, Mynd/Bæjarins besta. Uppsjávarveiðiskipin Hákon EA og Bjarni Ólafsson AK fara í loðnuleitina í næstu viku ásamt hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og önnur skip verða til taks síðar. Ætlunin er að ná mælingu í janúar og aftur í fyrri hluta febrúar og verða niðurstöður þeirra notaðar til grundvallar fyrir fiskveiðráðgjöf vetrarvertíðarinnar, að því er fram kemur í frétt frá Hafrannsóknastofnun. „Í febrúar verða einnig tvö veiðiskip með Árna Friðrikssyni í mælingum. Eins og gefur að skilja stjórnast gangur mælinga af veðrum og vindum á þessum árstíma sem og dreifingu loðnu. Því er ómögulegt að segja til um hvenær fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir,“ segir stofnunin. Óvissa hefur verið um þátttöku útgerða í leitinni en í fyrradag tókst samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem felur í sér að útgerðir uppsjávarskipa leggja til skip í samtals 30 daga, tvö skip í senn með það fyrir augum að ná tveimur góðum mælingum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson verður forystuskip loðnuleitarinnar.Mynd/Stöð 2. „Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna sem af þessu hlýst er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. Ráðherra og ráðuneyti styðja þetta samkomulag,“ segir stofnunin. „Hafrannsóknastofnun hefur ótvírætt hlutverk að stunda stofnmælingar á loðnu líkt og á öðrum nytjastofnum og á grunni þeirra að veita stjórnvöldum ráðgjöf um veiðar úr þeim. Það var mat Hafrannsóknastofnunar að þörf væri á að fá tvö skip í tvær mælingar frá útgerðinni auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar,“ segir ennfremur. Fram kemur að rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sé á leið í slipp með bilaða vél. Þar að auki sé Bjarni óhentugur í loðnuleit vegna smæðar sinnar og þess utan ekki með fellikjöl. Því sé hann fljótt sleginn út í bergmálsmælingum ef eitthvað sé að veðri og sjólagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gær um loðnuleitina: Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Uppsjávarveiðiskipin Hákon EA og Bjarni Ólafsson AK fara í loðnuleitina í næstu viku ásamt hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og önnur skip verða til taks síðar. Ætlunin er að ná mælingu í janúar og aftur í fyrri hluta febrúar og verða niðurstöður þeirra notaðar til grundvallar fyrir fiskveiðráðgjöf vetrarvertíðarinnar, að því er fram kemur í frétt frá Hafrannsóknastofnun. „Í febrúar verða einnig tvö veiðiskip með Árna Friðrikssyni í mælingum. Eins og gefur að skilja stjórnast gangur mælinga af veðrum og vindum á þessum árstíma sem og dreifingu loðnu. Því er ómögulegt að segja til um hvenær fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir,“ segir stofnunin. Óvissa hefur verið um þátttöku útgerða í leitinni en í fyrradag tókst samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem felur í sér að útgerðir uppsjávarskipa leggja til skip í samtals 30 daga, tvö skip í senn með það fyrir augum að ná tveimur góðum mælingum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson verður forystuskip loðnuleitarinnar.Mynd/Stöð 2. „Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna sem af þessu hlýst er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. Ráðherra og ráðuneyti styðja þetta samkomulag,“ segir stofnunin. „Hafrannsóknastofnun hefur ótvírætt hlutverk að stunda stofnmælingar á loðnu líkt og á öðrum nytjastofnum og á grunni þeirra að veita stjórnvöldum ráðgjöf um veiðar úr þeim. Það var mat Hafrannsóknastofnunar að þörf væri á að fá tvö skip í tvær mælingar frá útgerðinni auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar,“ segir ennfremur. Fram kemur að rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sé á leið í slipp með bilaða vél. Þar að auki sé Bjarni óhentugur í loðnuleit vegna smæðar sinnar og þess utan ekki með fellikjöl. Því sé hann fljótt sleginn út í bergmálsmælingum ef eitthvað sé að veðri og sjólagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gær um loðnuleitina:
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05