Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:25 Frá aðstæðum uppi á jökli í nótt. Landsbjörg Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira