Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 11:32 Frá aðgerðum við Langjökul í kvöld en afar lítið skyggni er á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg Lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra telur ekki úr vegi að lögregla á Suðurlandi rannsaki það hvers vegna ákveðið var að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær, þrátt fyrir að veðurviðvaranir Veðurstofu hafi verið í gildi. Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. Borið hefur á töluverðri gagnrýni í garð ferðaþjónustufyrirtækisins og ákvörðun þess um að fara af stað með hópinn þrátt fyrir veðurviðvaranir, til dæmis meðal meðlima í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Verði að svara fyrir það að hafa farið af stað Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að enn væri mikið um það að fólk átti sig ekki á því hvað felist í gulri viðvörun. Töluvert sé um það að fólk telji ástæðulaust að hafa áhyggjur af slíkum viðvörunum og þá lesi það ef til vill ekki textann sem fylgir þeim nógu gaumgæfilega. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur. Innt eftir því hvort það ætti ekki að segja sig sjálft að ekki ætti að fara með börn og ungmenni í vélsléðaferð þegar svona viðvörun er í gildi sagði hún að sér fyndist það. „Nú veit ég ekki hvað lá þarna að baki en ég veit að það hafði tekið gildi þessi gula viðvörun þar sem talað var um að yrði ekkert ferðaveður og blindhríð á hálendinu í gær, snemma í gær, þannig að ef þetta fólk var að fara upp á Langjökul síðdegis þá er það náttúrulega bara að fara á eigin ábyrgð eða á ábyrgð ferðaþjónustuaðila ef þetta var skipulögð ferð, sem verður þá að svara fyrir það að fara með fólk,“ sagði Elín. Þá benti hún á að veður þyrfti að vera mjög slæmt til að koma á gulri viðvörun í janúar. Gul viðvörun nú sé ekki það sama og gul viðvörum á sumrin. „Ferðaþjónustuaðilar geta hringt og fengið samband við veðurfræðing og það var þannig í gær að öllum var ráðlagt að halda sig heima í þessu veðri.“ Bendir á mál hjónanna Inntur eftir því hvort ef til vill sé tilefni til að lögregla rannsaki málið segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, að sér þætti það eðlilegt. Málið sé á forræði lögreglu á Suðurlandi. „Það var gul viðvörun í gangi og vitað að væri veður á leiðinni sem yrði fram á fimmtudag. Þannig að mér finnst ekki óeðlilegt að þessi atburðarás verði skoðuð,“ segir Rögnvaldur. Mbl ræddi fyrst við hann um málið í morgun. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Grími Hergeirssyni starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi í morgun vegna málsins. Rögnvaldur hafði það ekki á takteinunum hvort fordæmi væru fyrir sambærilegum rannsóknum af hálfu lögreglu. Hann vísar þó til máls sem áður hefur verið nefnt í samhengi við vélsleðaferðina nú, þ.e. þegar áströlsk hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland, sama fyrirtækis og á nú í hlut samkvæmt heimildum Vísis. Hjónin fóru í mál við fyrirtækið og fengu tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Rögnvaldur vissi þó ekki hvort farið hafði fram lögreglurannsókn í því tilviki. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð var virkjuð í gærkvöldi þegar kom í ljós að illa gengi að komast að fólkinu á jöklinum og að aðstæður væru erfiðar í litlu skjóli, að sögn Rögnvaldar. Stöðinni var lokað um klukkan fjögur í nótt þegar viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru komnir með stjórn á öllum aðgerðum. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra telur ekki úr vegi að lögregla á Suðurlandi rannsaki það hvers vegna ákveðið var að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær, þrátt fyrir að veðurviðvaranir Veðurstofu hafi verið í gildi. Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. Borið hefur á töluverðri gagnrýni í garð ferðaþjónustufyrirtækisins og ákvörðun þess um að fara af stað með hópinn þrátt fyrir veðurviðvaranir, til dæmis meðal meðlima í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Verði að svara fyrir það að hafa farið af stað Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að enn væri mikið um það að fólk átti sig ekki á því hvað felist í gulri viðvörun. Töluvert sé um það að fólk telji ástæðulaust að hafa áhyggjur af slíkum viðvörunum og þá lesi það ef til vill ekki textann sem fylgir þeim nógu gaumgæfilega. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur. Innt eftir því hvort það ætti ekki að segja sig sjálft að ekki ætti að fara með börn og ungmenni í vélsléðaferð þegar svona viðvörun er í gildi sagði hún að sér fyndist það. „Nú veit ég ekki hvað lá þarna að baki en ég veit að það hafði tekið gildi þessi gula viðvörun þar sem talað var um að yrði ekkert ferðaveður og blindhríð á hálendinu í gær, snemma í gær, þannig að ef þetta fólk var að fara upp á Langjökul síðdegis þá er það náttúrulega bara að fara á eigin ábyrgð eða á ábyrgð ferðaþjónustuaðila ef þetta var skipulögð ferð, sem verður þá að svara fyrir það að fara með fólk,“ sagði Elín. Þá benti hún á að veður þyrfti að vera mjög slæmt til að koma á gulri viðvörun í janúar. Gul viðvörun nú sé ekki það sama og gul viðvörum á sumrin. „Ferðaþjónustuaðilar geta hringt og fengið samband við veðurfræðing og það var þannig í gær að öllum var ráðlagt að halda sig heima í þessu veðri.“ Bendir á mál hjónanna Inntur eftir því hvort ef til vill sé tilefni til að lögregla rannsaki málið segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, að sér þætti það eðlilegt. Málið sé á forræði lögreglu á Suðurlandi. „Það var gul viðvörun í gangi og vitað að væri veður á leiðinni sem yrði fram á fimmtudag. Þannig að mér finnst ekki óeðlilegt að þessi atburðarás verði skoðuð,“ segir Rögnvaldur. Mbl ræddi fyrst við hann um málið í morgun. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Grími Hergeirssyni starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi í morgun vegna málsins. Rögnvaldur hafði það ekki á takteinunum hvort fordæmi væru fyrir sambærilegum rannsóknum af hálfu lögreglu. Hann vísar þó til máls sem áður hefur verið nefnt í samhengi við vélsleðaferðina nú, þ.e. þegar áströlsk hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland, sama fyrirtækis og á nú í hlut samkvæmt heimildum Vísis. Hjónin fóru í mál við fyrirtækið og fengu tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Rögnvaldur vissi þó ekki hvort farið hafði fram lögreglurannsókn í því tilviki. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð var virkjuð í gærkvöldi þegar kom í ljós að illa gengi að komast að fólkinu á jöklinum og að aðstæður væru erfiðar í litlu skjóli, að sögn Rögnvaldar. Stöðinni var lokað um klukkan fjögur í nótt þegar viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru komnir með stjórn á öllum aðgerðum.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48