Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 18:30 Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19