Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 17. janúar 2020 12:48 Innan úr húsi á Flateyri. Vísir/Egill Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30