Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 16:06 Mæðgurnar Anna Sigríður Sigurðardóttir og Alma Sóley Ericsdóttir Wolf. Vísir/Jói K Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég vildi vita meira hvernig maður á að koma sér úr þessum aðstæðum,“ segir Alma Sóley. Alma Sóley og Anna Sigríður Sigurðardóttir, móðir hennar, ræddu upplifun sína af snjóflóðinu við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann á Ísafirði síðdegis í dag. Mæðgurnar hlakka til að snúa aftur til Flateyrar í dag og virða aðstæður fyrir sér. Alma Sóley hlakkar til að komast í skólann og sjá vini sína. Klippa: Alma Sóley og Anna Sigríður lýsa atburðarásinni eftir snjóflóðið á Flateyri Í náttfötunum undir sæng Alma Sóley lýsir því hvernig hún hafi heyrt móður sína ræða í síma um fyrra snjóflóðið, sem féll tveimur mínútum fyrr. Það fór niður á höfnina og olli miklum skemmdum á smábátahöfninni. „Svo heyrði ég drunur og þremur sekúndum síðar var flóðið komið.“ Alma Sóley segist hafa örlítið getað hreyft sig og andað. Hún hafi velt fyrir sér hvað gera ætti í aðstæðum sem þessum. Heimil mæðgnanna við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig.Önundur Hafsteinn Pálsson „Mér finnst gott að vita alls konar hluti um svona þótt maður haldi ekki að þetta muni gerast. Hefði viljað vita meira um hvernig ætti að koma út úr þessu, eins og að anda.“ Alma Sóley var í náttfötunum undir sæng í rúmi sínu. „Rúmið mitt er alveg upp við gluggann. Það var eiginlega strax snjór allt um kring. Ég veit ekki hvort ég var á gólfinu eða í rúminu. Það var eins og snjórinn væri steypa og ég væri í móti. Ég gat hreyft mig kannski tvo sentimetra þannig að ég gat alveg andað.“ Hugsaði um mömmu, systkini sín og kettina Alma Sóley segist eiginlega ekkert hafa hugsað um sjálfa sig eða þær aðstæður sem hún var í. „Ég var að hugsa um mömmu, systkini mín og kettina mína. Ég hélt að þetta hefði tekið allt húsið. Ég var að hugsa um að anda og bíða eftir einhverjum.“ Alma Sóley virðist hafa misst meðvitund eftir nokkrar mínútur. Á myndinni má sjá hvernig snjóflóðið féll á Ólafstún 14.Grafík/Hafsteinn „Ég held ég hafi verið með meðvitund í svona sjö mínútur. Þá var ég bara að hugsa um að anda og vona að það væri í lagi með þau. Ég bara bjóst við því að einhver myndi koma,“ segir Alma Sóley. Hún hafi verið með sængina utan um sig og ótrúlegt en satt ekki verið svo kalt. Hefur verið kaldara „Mér hefur í rauninni verið kaldara,“ segir Alma Sóley. Líka eftir að búið var að ná henni út og hárblásarar voru notaðir til að halda á henni hita. Farið var beint niður í sundlaugina á Flateyri þar sem hárblásarar voru í fyrstu notaðir á tær og fingur. „Mér hefur alveg verið kaldara, eins og þegar maður fer á skíði eða þannig. Mér hefur fundist ég vera með minni líkamshita. Frá Flateyri í dag. Hús þeirra mæðgna er efst uppi til vinstri.Önundur Hafsteinn Pálsson Það tók björgunarsveitarfólkið fjörutíu mínútur að grafa Ölmu Sóley út úr snjónum. Hún er ekki viss um að hún hafi heyrt í björgunarsveitarfólkinu. Hún hafi talið sig á einhverjum tímapunkti heyra í mömmu sinni og systkinum en það geti vel hafa verið björgunarsveitarfólkið. „Þeir segja að ég hafi ekki svarað fyrst. Ég held ég hafi misst meðvitund,“ segir Alma Sóley. Hún hafi dottið út og hafi í raun ekki haft neina tilfinningu fyrir því hvort hún hafi verið í snjónum í nokkrar mínútur eða nokkra klukkutíma. Man eftir sér á sjúkrabörunum „Ég man bara eftir því að vera komin upp úr og vera komin á börur, verið að taka mig út. Ég man ekki eftir því að vera tekin upp úr.“ Alma Sóley slapp ótrúlega vel við líkamleg meiðsli og virðist stálslegin. Miklar skemmdir urðu á bátum í smábátahöfninni.Önundur Hafsteinn Pálsson „Það er ekkert brotið. Ég fékk bara glerbrot á hendurnar en eiginlega ekki neins annars staðar.“ Hún er með plástur og skrámur á handleggnum til marks um gler úr rúðunni sem brotnaði þegar snjóflóðið lenti á húsinu. Stóð á besta mögulega stað Anna Sigríður Sigurðardóttir, móðir Ölmu, segir atburðarásina í raun ótrúlega. „Þremur mínútum áður (en flóðið féll) var ég að kyssa hana góða nótt. Annars hefði ég kannski verið þarna,“ segir Anna Sigríður. Hún var að ræða um fyrra flóðið í símtali við vinkonu sína. „Ég var svo heppin að vera með vinkonu mína í símanum. Ég verð fyrir miklu áfalli og öskra á hana að það sé snjóflóð í húsinu. Það tekur hana tíma að átta sig á því. Fólk átti ekki von á að það kæmist snjór yfir varnargarðinn.“ Mikið tjón var í smábátahöfninni á Flateyri þar sem fyrra snjóflóðið féll.Önundur Hafsteinn Pálsson Anna Sigríður virðist hafa verið eins vel staðsett og mögulegt var þegar seinna flóðið lenti á húsinu. „Ég er svo heppin að það er burðarveggur á bak við mig,“ segir Anna Sigríður. Tvö yngri börn hennar voru komin í rúm sín. Annað sofnað og hitt líklega að festa svefn. Herbergi þeirra urðu ekki fyrir flóðinu en þau eru fjær hlíðinni þaðan sem flóðið féll auk þess sem veggur sé á milli sem hafi haldið. „Guði sé lof.“ Sannfærð að tækist að bjarga Ölmu Sóley Snjór hafi komið inn í hol í húsinu báðum megin við burðarvegginn sem hún stóð upp við. Á augnabliki hafi verið komið snjófjall í húsið. „Það er auðvitað óraunverulegt að horfa á fullt af herbergi af snjó og vita af barninu sínu undir og geta ekkert gert,“ segir Anna Sigríður. Að neðan má sjá myndband sem Önundur Hafsteinn Pálsson tók nóttina eftir að snjóflóðið varð. Þar má sjá Ölmu Sóley flutta á börum í smábát sem flutti hana út í varðskipið Þór sem sigldi með hana til Ísafjarðar. Hún hafi reynt að klóra í snjóinn en fattaði fljótt að hún gæti ekkert gert. „Ég hljóp til barnanna og sá að þau væru í lagi,“ segir Anna Sigríður. Hún hafi verið róleg og sannfærð um að hægt yrði að ná til Ölmu Sóleyjar. Kraftaverk Mæðgurnar ætla að halda á Flateyri í dag þegar opnað hefur verið fyrir umferð. Snjómokstur stendur yfir. „Okkur langar báðar að fara í dag og sjá aðstæður. Auðvitað flýgur í gegnum huga manns… ef ég hefði enn verið inni hjá henni að bjóða góða nótt. Eða að vera í eldhúsinu þar sem ég var mínútu áður en flóðið féll,“ segir Anna Sigríður. „Mér finnst þetta í rauninni vera kraftaverk. Ótrúlegt að ég hafi staðið í stofunni þar sem ég stóð sem er sjálfsagt öruggasti staðurinn í húsinu.“ Náttúran er bara eins og hún er Anna Sigríður segist hafa verið óróleg dagana tvo á undan og velt fyrir sér hvort tilefni væri til að færa fjölskylduna neðar á eyrina, fjær fjallinu. „Ef ég hefði verið aðeins meðvitaðri um að það væri einhver hætta þá hefði ég fært mig.“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að ekki hafi verið búið að taka út aðstæður. Horft niður á Flateyri af vestari hluta varnargarðsins í dag.Daníel Jakobsson Aðspurð hvort það hafi komið henni á óvart að varnargarðurinn hafi ekki haldið svarar hún nei. „Náttúran er bara eins og hún er. Við höldum að við getum beislað hana og gert okkur örugg fyrir henni.“ Fólkið á Flateyri stendur þétt saman Anna Sigríður telur enga spurningu að farið verði á fullt í uppbyggingu á Flateyri. Þau hafi búið þar í eitt og hálft ár, séu ekki Flateyringar í sjálfu sér, en hún þekki fólk sem hafi búið þar frá blautu barnsbeini. „Fólk sem hefur farið í gegnum ýmiss áföll en stendur alltaf þétt saman.“ Alma segir að hún hlakki til að hitta vini sína og fá hlutina sína aftur, upp að því marki sem hægt sé. Hún kvíðir því ekkert sérstaklega að snúa aftur og skoða aðstæður. Móðir hennar býst við því að það komi einhverjar tilfinningar upp þegar hún komi í húsið og sjái aðstæður. Hvar hún stóð og hvernig hefði getað farið. „Við erum bara að taka einn dag í einu. Náðum að hvíla okkur vel í nótt og tökum eitt skref í einu.“ Mægðurnar hafa ekki enn farið í sálræna aðstoð en reikna með að gera það fljótlega. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég vildi vita meira hvernig maður á að koma sér úr þessum aðstæðum,“ segir Alma Sóley. Alma Sóley og Anna Sigríður Sigurðardóttir, móðir hennar, ræddu upplifun sína af snjóflóðinu við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann á Ísafirði síðdegis í dag. Mæðgurnar hlakka til að snúa aftur til Flateyrar í dag og virða aðstæður fyrir sér. Alma Sóley hlakkar til að komast í skólann og sjá vini sína. Klippa: Alma Sóley og Anna Sigríður lýsa atburðarásinni eftir snjóflóðið á Flateyri Í náttfötunum undir sæng Alma Sóley lýsir því hvernig hún hafi heyrt móður sína ræða í síma um fyrra snjóflóðið, sem féll tveimur mínútum fyrr. Það fór niður á höfnina og olli miklum skemmdum á smábátahöfninni. „Svo heyrði ég drunur og þremur sekúndum síðar var flóðið komið.“ Alma Sóley segist hafa örlítið getað hreyft sig og andað. Hún hafi velt fyrir sér hvað gera ætti í aðstæðum sem þessum. Heimil mæðgnanna við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig.Önundur Hafsteinn Pálsson „Mér finnst gott að vita alls konar hluti um svona þótt maður haldi ekki að þetta muni gerast. Hefði viljað vita meira um hvernig ætti að koma út úr þessu, eins og að anda.“ Alma Sóley var í náttfötunum undir sæng í rúmi sínu. „Rúmið mitt er alveg upp við gluggann. Það var eiginlega strax snjór allt um kring. Ég veit ekki hvort ég var á gólfinu eða í rúminu. Það var eins og snjórinn væri steypa og ég væri í móti. Ég gat hreyft mig kannski tvo sentimetra þannig að ég gat alveg andað.“ Hugsaði um mömmu, systkini sín og kettina Alma Sóley segist eiginlega ekkert hafa hugsað um sjálfa sig eða þær aðstæður sem hún var í. „Ég var að hugsa um mömmu, systkini mín og kettina mína. Ég hélt að þetta hefði tekið allt húsið. Ég var að hugsa um að anda og bíða eftir einhverjum.“ Alma Sóley virðist hafa misst meðvitund eftir nokkrar mínútur. Á myndinni má sjá hvernig snjóflóðið féll á Ólafstún 14.Grafík/Hafsteinn „Ég held ég hafi verið með meðvitund í svona sjö mínútur. Þá var ég bara að hugsa um að anda og vona að það væri í lagi með þau. Ég bara bjóst við því að einhver myndi koma,“ segir Alma Sóley. Hún hafi verið með sængina utan um sig og ótrúlegt en satt ekki verið svo kalt. Hefur verið kaldara „Mér hefur í rauninni verið kaldara,“ segir Alma Sóley. Líka eftir að búið var að ná henni út og hárblásarar voru notaðir til að halda á henni hita. Farið var beint niður í sundlaugina á Flateyri þar sem hárblásarar voru í fyrstu notaðir á tær og fingur. „Mér hefur alveg verið kaldara, eins og þegar maður fer á skíði eða þannig. Mér hefur fundist ég vera með minni líkamshita. Frá Flateyri í dag. Hús þeirra mæðgna er efst uppi til vinstri.Önundur Hafsteinn Pálsson Það tók björgunarsveitarfólkið fjörutíu mínútur að grafa Ölmu Sóley út úr snjónum. Hún er ekki viss um að hún hafi heyrt í björgunarsveitarfólkinu. Hún hafi talið sig á einhverjum tímapunkti heyra í mömmu sinni og systkinum en það geti vel hafa verið björgunarsveitarfólkið. „Þeir segja að ég hafi ekki svarað fyrst. Ég held ég hafi misst meðvitund,“ segir Alma Sóley. Hún hafi dottið út og hafi í raun ekki haft neina tilfinningu fyrir því hvort hún hafi verið í snjónum í nokkrar mínútur eða nokkra klukkutíma. Man eftir sér á sjúkrabörunum „Ég man bara eftir því að vera komin upp úr og vera komin á börur, verið að taka mig út. Ég man ekki eftir því að vera tekin upp úr.“ Alma Sóley slapp ótrúlega vel við líkamleg meiðsli og virðist stálslegin. Miklar skemmdir urðu á bátum í smábátahöfninni.Önundur Hafsteinn Pálsson „Það er ekkert brotið. Ég fékk bara glerbrot á hendurnar en eiginlega ekki neins annars staðar.“ Hún er með plástur og skrámur á handleggnum til marks um gler úr rúðunni sem brotnaði þegar snjóflóðið lenti á húsinu. Stóð á besta mögulega stað Anna Sigríður Sigurðardóttir, móðir Ölmu, segir atburðarásina í raun ótrúlega. „Þremur mínútum áður (en flóðið féll) var ég að kyssa hana góða nótt. Annars hefði ég kannski verið þarna,“ segir Anna Sigríður. Hún var að ræða um fyrra flóðið í símtali við vinkonu sína. „Ég var svo heppin að vera með vinkonu mína í símanum. Ég verð fyrir miklu áfalli og öskra á hana að það sé snjóflóð í húsinu. Það tekur hana tíma að átta sig á því. Fólk átti ekki von á að það kæmist snjór yfir varnargarðinn.“ Mikið tjón var í smábátahöfninni á Flateyri þar sem fyrra snjóflóðið féll.Önundur Hafsteinn Pálsson Anna Sigríður virðist hafa verið eins vel staðsett og mögulegt var þegar seinna flóðið lenti á húsinu. „Ég er svo heppin að það er burðarveggur á bak við mig,“ segir Anna Sigríður. Tvö yngri börn hennar voru komin í rúm sín. Annað sofnað og hitt líklega að festa svefn. Herbergi þeirra urðu ekki fyrir flóðinu en þau eru fjær hlíðinni þaðan sem flóðið féll auk þess sem veggur sé á milli sem hafi haldið. „Guði sé lof.“ Sannfærð að tækist að bjarga Ölmu Sóley Snjór hafi komið inn í hol í húsinu báðum megin við burðarvegginn sem hún stóð upp við. Á augnabliki hafi verið komið snjófjall í húsið. „Það er auðvitað óraunverulegt að horfa á fullt af herbergi af snjó og vita af barninu sínu undir og geta ekkert gert,“ segir Anna Sigríður. Að neðan má sjá myndband sem Önundur Hafsteinn Pálsson tók nóttina eftir að snjóflóðið varð. Þar má sjá Ölmu Sóley flutta á börum í smábát sem flutti hana út í varðskipið Þór sem sigldi með hana til Ísafjarðar. Hún hafi reynt að klóra í snjóinn en fattaði fljótt að hún gæti ekkert gert. „Ég hljóp til barnanna og sá að þau væru í lagi,“ segir Anna Sigríður. Hún hafi verið róleg og sannfærð um að hægt yrði að ná til Ölmu Sóleyjar. Kraftaverk Mæðgurnar ætla að halda á Flateyri í dag þegar opnað hefur verið fyrir umferð. Snjómokstur stendur yfir. „Okkur langar báðar að fara í dag og sjá aðstæður. Auðvitað flýgur í gegnum huga manns… ef ég hefði enn verið inni hjá henni að bjóða góða nótt. Eða að vera í eldhúsinu þar sem ég var mínútu áður en flóðið féll,“ segir Anna Sigríður. „Mér finnst þetta í rauninni vera kraftaverk. Ótrúlegt að ég hafi staðið í stofunni þar sem ég stóð sem er sjálfsagt öruggasti staðurinn í húsinu.“ Náttúran er bara eins og hún er Anna Sigríður segist hafa verið óróleg dagana tvo á undan og velt fyrir sér hvort tilefni væri til að færa fjölskylduna neðar á eyrina, fjær fjallinu. „Ef ég hefði verið aðeins meðvitaðri um að það væri einhver hætta þá hefði ég fært mig.“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að ekki hafi verið búið að taka út aðstæður. Horft niður á Flateyri af vestari hluta varnargarðsins í dag.Daníel Jakobsson Aðspurð hvort það hafi komið henni á óvart að varnargarðurinn hafi ekki haldið svarar hún nei. „Náttúran er bara eins og hún er. Við höldum að við getum beislað hana og gert okkur örugg fyrir henni.“ Fólkið á Flateyri stendur þétt saman Anna Sigríður telur enga spurningu að farið verði á fullt í uppbyggingu á Flateyri. Þau hafi búið þar í eitt og hálft ár, séu ekki Flateyringar í sjálfu sér, en hún þekki fólk sem hafi búið þar frá blautu barnsbeini. „Fólk sem hefur farið í gegnum ýmiss áföll en stendur alltaf þétt saman.“ Alma segir að hún hlakki til að hitta vini sína og fá hlutina sína aftur, upp að því marki sem hægt sé. Hún kvíðir því ekkert sérstaklega að snúa aftur og skoða aðstæður. Móðir hennar býst við því að það komi einhverjar tilfinningar upp þegar hún komi í húsið og sjái aðstæður. Hvar hún stóð og hvernig hefði getað farið. „Við erum bara að taka einn dag í einu. Náðum að hvíla okkur vel í nótt og tökum eitt skref í einu.“ Mægðurnar hafa ekki enn farið í sálræna aðstoð en reikna með að gera það fljótlega.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira