Verðandi liðsfélagar hjá Kiel á toppnum í bæði mörkum og stoðsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Nikola Bilyk var bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34 EM 2020 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34
EM 2020 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira