Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. janúar 2020 10:36 Á myndinni má sjá snjóflóð sem fallið hafa á Flateyri frá árinu 1997 en þau eru um tuttugu talsins. Varnargarðurinn sést neðarlega á myndinni fyrir miðju og þorpið Flateyri þar fyrir neðan. Veðurstofa Íslands Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. Tvö flóð féllu á Flateyri í gærkvöldi eins og fjallað hefur verið ítarlega um á Vísi. Flóðin féllu hvort sínum megin við varnargarðinn. Annað olli miklum skemmdum á höfninni á Flateyri þar sem bátar fóru í kaf. Hitt fór að hluta á hús þar sem unglingsstúlka varð undir flóðinu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega. Ljóst var í gær að snjóflóðahætta væri mikil á Vestfjörðum. Jóhann K. Jóhannsson settist niður með Tómas Jóhannessyni, snjóflóðasérfræðingi á Veðurstofunni, og ræddi við hann um stöðu mála í snjóflóðavarnarmálum hér á landi. Ekki hafi verið veitt nægjanlegum fjármunum úr ofanflóðasjóði. Markmið stjórnvalda hafi verið að ljúka varnarmannvirkjaverkefni sínu árið 2010 en eins og staðan sé nú muni því ekki ljúka fyrr en um miðja öldina. Athygli er vakin á því að viðtalið var tekið nokkrum klukkustundum áður en snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gærkvöldi. „Þetta verkefni sem hófst í rauninni strax eftir stóru slysin 1995 er svona rúmlega hálfnað. Það er búið að verja 21 milljarði að núvirði í stoðvirki og varnargarða víðs vegar um landið. Það er talið að varnarvirki sem eru þá einnig virki sem verja byggð gegn skriðuföllum og krapaflóðum gætu kostað um og yfir 21 milljarð það sem ólokið er.“ Tómas segir varnargarðana hafa breytt miklu fyrir þessi byggðarlög. „Það hafa fallið yfir fjörutíu snjóflóð á varnargarða á Flateyri, Ísafirði, Siglufirði og víðar. Þetta hefur gjörbreytt stöðu mála í sambandi við viðbúnað á rýmingu húsnæðis í Bolungarvík, á Ísafirði, á Siglufirði og víðar. Bæði varnargarðin og stoðvirkin hafa gert það að verkum að nú þurfum við fyrst og fremst að rýma undir algjörum aftakaafstæðum þar sem þessi varnarvirki eru komin. Og svo þar sem varnarvirki verða ekki reist, atvinnusvæði og sveitabæjum í dreifbýli.“ Nú sé það miklu sjaldnar sem rýma þurfi staði sem áður þurfti reglulega að rýma. Trausti Jóhannesson er reynslumikill þegar kemur að snjóflóðum á Íslandi og vörnum vegna þeirra.Vísir/Sigurjón „Við teljum að fá flóðanna sem fallið hafa á varnargarðanna hefðu beinlínis lent á húsum. Þó er hugsanlegt að einhver flóðanna, þar sem stærstu flóðin hafa fallið, hefðu náð að byggðinni. En við höfum ekki fengið hamfaraflóð yfir byggð síðan 1995.“ Á kortinu að ofan sést vel hvernig flóðin hafa fallið á Flateyri undanfarna tvo áratugi. „Upp undir tíu flóð á hvorn garð á Flateyri. Sum þeirra hefðu farið dálítið inn á það svæði þar sem flóðið 1995 olli mestri eyðileggingu. Náttúrulega það flóð eyðilagði eiginlega öll flóð næst hlíðinni. Það hefur ekkert flóð orðið svo stórt að það hefði komið nærri þeirri byggð sem ekki skemmdist í flóðinu 1995. En hins vegar hefðu þessi flóð farið talsvert nærri húsinu og verið mjög óþægileg upplifun fyrir íbúana. Menn voru mjög fegnir 1999 þegar stærsta flóðið sem komið hefur á Flateyri féll á garðinn sem virkaði jafnvel og raun bar vitni. Annars hefði það verið mjög erfið upplifun fyrir íbúana.“ Hann segir brýnast að byggja upp varnarvirkin á Patreksfirði og Seyðisfirði. Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Lengst til vinstri glyttir í snjóflóðavarnargarðinn.Vísir/Samúel Karl „Þar hefur lítið verið gert. Þeir bæir eru í hópi þessara allra verstu byggðarlaga. Það var mest knýjandi að byggja upp varnir á Flateyri, Neskaupsstað, Siglufirði, Ísafirði og svo á Súðavík og Hnífsdal þar sem gripið var til þess að færa byggðina og kaupa upp hús.“ Tómas segir að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ljúka verkefninu árið 2010. „Það var kannski mikil bjartsýni. Svo var því frestað til 2020. En það hefur ekki verið veitt úr ofanflóðasjóði nægjanlegum fjármunum til að ná því markmiði. Það þarf að spýta í lófana. Bæjaryfirvöld eru að ýta á það að þessari uppbyggingu verði unnið að hraðar en nú er. Með núverandi áframhaldi mun þetta ekki nást fyrr en um miðja öldina.“ Hann rifjar upp óverið í desember þar sem stór hluti landsins varð rafmagnslaus. „Við sáum það á óveðrinu sem varð í desember og öllu öngþveitinu sem skapaðist þá að það hefði ekki verið þægilegt að eiga við stórslys í miðjum þeim vandræðagangi. Það er mikilvægt að koma upp þessum varnarvirkjum til þess að draga úr slysahættu og draga úr þeirri röskun og vandræðum sem slys í byggð óhjákvæmanlega veldur ef það kemur ofan á allt annað sem fylgir illviðrum sem er jú það sem skapar snjóflóðahættuna.“ Varnarvirkin hafi gjörbreytt þessari stöðu fyrir íbúana náttúrulega fyrst og fremst en líka fyrir snjóflóðasérfræðinga sem standi vaktina „Það er bókstaflega allt annað að stjórna þessu viðbúnaðarkerfi núna heldur en var áður en varnarvirkin komu upp. Það finna allir sem búa við þessar aðstæður til dæmis í Bolungarvík þar sem var rýmt mjög oft. Munurinn eftir að garðurinn kom og menn hættu að þurfa að rýma er algjör gjörbylting á öllum aðstæðum til að búa á þessum svæðum þar sem rýmingarnar voru tíðastar.“ Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. Tvö flóð féllu á Flateyri í gærkvöldi eins og fjallað hefur verið ítarlega um á Vísi. Flóðin féllu hvort sínum megin við varnargarðinn. Annað olli miklum skemmdum á höfninni á Flateyri þar sem bátar fóru í kaf. Hitt fór að hluta á hús þar sem unglingsstúlka varð undir flóðinu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega. Ljóst var í gær að snjóflóðahætta væri mikil á Vestfjörðum. Jóhann K. Jóhannsson settist niður með Tómas Jóhannessyni, snjóflóðasérfræðingi á Veðurstofunni, og ræddi við hann um stöðu mála í snjóflóðavarnarmálum hér á landi. Ekki hafi verið veitt nægjanlegum fjármunum úr ofanflóðasjóði. Markmið stjórnvalda hafi verið að ljúka varnarmannvirkjaverkefni sínu árið 2010 en eins og staðan sé nú muni því ekki ljúka fyrr en um miðja öldina. Athygli er vakin á því að viðtalið var tekið nokkrum klukkustundum áður en snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gærkvöldi. „Þetta verkefni sem hófst í rauninni strax eftir stóru slysin 1995 er svona rúmlega hálfnað. Það er búið að verja 21 milljarði að núvirði í stoðvirki og varnargarða víðs vegar um landið. Það er talið að varnarvirki sem eru þá einnig virki sem verja byggð gegn skriðuföllum og krapaflóðum gætu kostað um og yfir 21 milljarð það sem ólokið er.“ Tómas segir varnargarðana hafa breytt miklu fyrir þessi byggðarlög. „Það hafa fallið yfir fjörutíu snjóflóð á varnargarða á Flateyri, Ísafirði, Siglufirði og víðar. Þetta hefur gjörbreytt stöðu mála í sambandi við viðbúnað á rýmingu húsnæðis í Bolungarvík, á Ísafirði, á Siglufirði og víðar. Bæði varnargarðin og stoðvirkin hafa gert það að verkum að nú þurfum við fyrst og fremst að rýma undir algjörum aftakaafstæðum þar sem þessi varnarvirki eru komin. Og svo þar sem varnarvirki verða ekki reist, atvinnusvæði og sveitabæjum í dreifbýli.“ Nú sé það miklu sjaldnar sem rýma þurfi staði sem áður þurfti reglulega að rýma. Trausti Jóhannesson er reynslumikill þegar kemur að snjóflóðum á Íslandi og vörnum vegna þeirra.Vísir/Sigurjón „Við teljum að fá flóðanna sem fallið hafa á varnargarðanna hefðu beinlínis lent á húsum. Þó er hugsanlegt að einhver flóðanna, þar sem stærstu flóðin hafa fallið, hefðu náð að byggðinni. En við höfum ekki fengið hamfaraflóð yfir byggð síðan 1995.“ Á kortinu að ofan sést vel hvernig flóðin hafa fallið á Flateyri undanfarna tvo áratugi. „Upp undir tíu flóð á hvorn garð á Flateyri. Sum þeirra hefðu farið dálítið inn á það svæði þar sem flóðið 1995 olli mestri eyðileggingu. Náttúrulega það flóð eyðilagði eiginlega öll flóð næst hlíðinni. Það hefur ekkert flóð orðið svo stórt að það hefði komið nærri þeirri byggð sem ekki skemmdist í flóðinu 1995. En hins vegar hefðu þessi flóð farið talsvert nærri húsinu og verið mjög óþægileg upplifun fyrir íbúana. Menn voru mjög fegnir 1999 þegar stærsta flóðið sem komið hefur á Flateyri féll á garðinn sem virkaði jafnvel og raun bar vitni. Annars hefði það verið mjög erfið upplifun fyrir íbúana.“ Hann segir brýnast að byggja upp varnarvirkin á Patreksfirði og Seyðisfirði. Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Lengst til vinstri glyttir í snjóflóðavarnargarðinn.Vísir/Samúel Karl „Þar hefur lítið verið gert. Þeir bæir eru í hópi þessara allra verstu byggðarlaga. Það var mest knýjandi að byggja upp varnir á Flateyri, Neskaupsstað, Siglufirði, Ísafirði og svo á Súðavík og Hnífsdal þar sem gripið var til þess að færa byggðina og kaupa upp hús.“ Tómas segir að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ljúka verkefninu árið 2010. „Það var kannski mikil bjartsýni. Svo var því frestað til 2020. En það hefur ekki verið veitt úr ofanflóðasjóði nægjanlegum fjármunum til að ná því markmiði. Það þarf að spýta í lófana. Bæjaryfirvöld eru að ýta á það að þessari uppbyggingu verði unnið að hraðar en nú er. Með núverandi áframhaldi mun þetta ekki nást fyrr en um miðja öldina.“ Hann rifjar upp óverið í desember þar sem stór hluti landsins varð rafmagnslaus. „Við sáum það á óveðrinu sem varð í desember og öllu öngþveitinu sem skapaðist þá að það hefði ekki verið þægilegt að eiga við stórslys í miðjum þeim vandræðagangi. Það er mikilvægt að koma upp þessum varnarvirkjum til þess að draga úr slysahættu og draga úr þeirri röskun og vandræðum sem slys í byggð óhjákvæmanlega veldur ef það kemur ofan á allt annað sem fylgir illviðrum sem er jú það sem skapar snjóflóðahættuna.“ Varnarvirkin hafi gjörbreytt þessari stöðu fyrir íbúana náttúrulega fyrst og fremst en líka fyrir snjóflóðasérfræðinga sem standi vaktina „Það er bókstaflega allt annað að stjórna þessu viðbúnaðarkerfi núna heldur en var áður en varnarvirkin komu upp. Það finna allir sem búa við þessar aðstæður til dæmis í Bolungarvík þar sem var rýmt mjög oft. Munurinn eftir að garðurinn kom og menn hættu að þurfa að rýma er algjör gjörbylting á öllum aðstæðum til að búa á þessum svæðum þar sem rýmingarnar voru tíðastar.“
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30