Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 17:51 Það er best að fara varlega inn á á bílaverkstæðum og smurstöðvum. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira