Virkja ágreiningsákvæði í samningi við Íran Samúel Karl Ólason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. janúar 2020 16:42 Frá undirritun samningsins árið 2015. AP/Joe Klamar Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira