Segir að nú muni Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Quique Setien að stýra liði Real Betis þar sem hann gerði flotta hluti. Ræður hann við pressuna hjá Barcelona? Getty/ David S. Bustamante Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira