Ingibjörg í toppstandi á níræðisaldri: Gengur allt, fer mikið í ræktina og komin með kærasta Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 10:30 Ingibjörg er í fantaformi á níræðisaldri. Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“ Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“
Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira