Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 13:43 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“. Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“.
Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48