Íslenskur leikmaður valinn í hóp verstu kaupa ensku úrvalsdeildarfélagana í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Úlfunum á móti Liverpool árið 2012. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira