Pogba vonast til að geta hjálpað ungum leikmönnum Manchester United | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2020 07:30 Paul Pogba ásamt hinum unga og efnilega Mason Greenwood. Vísir/Getty Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, hefur lítið náð að leika listir sínar í vetur vegna þrálátra meiðsla á ökkla. Hann var í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, þar sem hann ræddi meðal annars að hann vildi vera fyrirmynd innan- sem utan vallar hjá félaginu. Paul Pogba er reglulega til umræðu þegar ræða skal Manchester United. Hann er með of margar hárgreiðslur, hann skemmtir sér of vel á samfélagsmiðlum, hann er ekki svona og hann er ekki hinsegin. Það virðist varla skipta máli hvað drengurinn gerir, alltaf er það til umræðu. Að því sögðu er ljóst að Manchester United er hvorki fugl né fiskur án leikannsins sem var mikilvægur hlekkur í heimsmeistaraliði Frakklands sumarið 2018. Frammistaða liðsins í vetur sýnir og sannar það. Hann var eins og áður sagði í viðtali við MUTV nýverið þar sem hann ræddi unga leikmenn liðsins sem hafa fengið tækifæri í vetur sökum meiðsla eldri leikmanna liðsins. „Ég er orðinn gamall,” greip Pogba inn í þegar hann var spurður hvort honum liði eins og hann gæti hjálpað yngri leikmönnum félagsins þó hann væri aðeins 26 ára gamall. Frakkinn síkáti verður 27 ára í mars næstkomandi. Hann svaraði svo spurninguna á mjög einlægan hátt. „Ég held og ég vona að ég geti hjálpað þeim og sýnt þeim að þeir geti spilað hér. Þetta er eitt af stærstu félögum í heimi, ef ekki stærsta félag í sögunni. Þú [ungir leikmenn félagsins] hefur tækifæri til að vera í Manchester United svo taktu tækifærið þegar það kemur.” „Þú ert ungur, þú ert með gæði, þú hefur ekkert að óttast. Ég vona að ég geti fyrir fyrirmynd, bæði innan- sem utanvallar. Og ég vona að einn daginn - því ég tel mig ekki enn vera orðinn gamlan mann - að ungu leikmennirnir sem koma upp muni taka stöðuna mína í liðinu. Þannig er það hér og ég mun ekki spila að eilífu.“ „Ég vona að ungu leikmennirnir verði goðsagnir hér hjá félaginu en þeir verða að njóta og virða það tækifæri sem þeir fá,“ sagði Pogba að lokum. Að því sögðu er talið að tveir ungir leikmenn Manchester United feti í fótspor Paul Pogba og yfirgefi liðið þar sem þeim finnst þeir ekki hafa fengið nægileg tækifæri, það eru þeir Angel Gomes og Tahith Chong. Gomes hefur verið orðaður við Barcelona á meðan Chong er orðaður við Juventus eða Inter Milan. Þó svo að þeir ákveði að yfirgefa félagið er leikmannahópurinn enn ungur að árum og Pogba vonast til að geta aðstoðað leikmenn á borð við Brandon Williams, Mason Greenwood, Daniel James og mögulega þá Marcus Rashford og Scott McTominay á komandi misserum. Hvort það verði lengur en til sumarsins 2021 verður að koma í ljós en þá rennur samningur Pogba við Man Utd út. This is the real Paul Pogba. Listen to him. #MUFChttps://t.co/xoUO61803D— Rob Blanchette (@_Rob_B) January 23, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær: Pogba er ekki að fara neitt Ole Gunnar Solskjær þurfti enn einu sinni að svara spurningum um framtíð franska miðjumannsins Paul Pogba í kvöld. 4. janúar 2020 23:00 Aðgerð Pogba gekk vel: „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi“ Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina. 8. janúar 2020 10:30 „Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45 Solskjær ósáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda um United Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki parsáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda, Mino Raiola, á dögunum. 4. janúar 2020 08:00 Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið. 23. janúar 2020 23:00 Sjáðu rosalegt hús Mendy: Fótboltavöllur og hringur frá Pogba Glaumgosinn Benjamin Mendy býr í ágætis húsi. 8. janúar 2020 07:00 Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30 Neymar valdi fimm manna draumalið en það voru nokkrar reglur Brasilíski snillingurinn Neymar fékk ansi verðugt verkefni á dögunum en fréttamiðillinn Squawka birti myndbandið á vef sínum í gær. 10. janúar 2020 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, hefur lítið náð að leika listir sínar í vetur vegna þrálátra meiðsla á ökkla. Hann var í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, þar sem hann ræddi meðal annars að hann vildi vera fyrirmynd innan- sem utan vallar hjá félaginu. Paul Pogba er reglulega til umræðu þegar ræða skal Manchester United. Hann er með of margar hárgreiðslur, hann skemmtir sér of vel á samfélagsmiðlum, hann er ekki svona og hann er ekki hinsegin. Það virðist varla skipta máli hvað drengurinn gerir, alltaf er það til umræðu. Að því sögðu er ljóst að Manchester United er hvorki fugl né fiskur án leikannsins sem var mikilvægur hlekkur í heimsmeistaraliði Frakklands sumarið 2018. Frammistaða liðsins í vetur sýnir og sannar það. Hann var eins og áður sagði í viðtali við MUTV nýverið þar sem hann ræddi unga leikmenn liðsins sem hafa fengið tækifæri í vetur sökum meiðsla eldri leikmanna liðsins. „Ég er orðinn gamall,” greip Pogba inn í þegar hann var spurður hvort honum liði eins og hann gæti hjálpað yngri leikmönnum félagsins þó hann væri aðeins 26 ára gamall. Frakkinn síkáti verður 27 ára í mars næstkomandi. Hann svaraði svo spurninguna á mjög einlægan hátt. „Ég held og ég vona að ég geti hjálpað þeim og sýnt þeim að þeir geti spilað hér. Þetta er eitt af stærstu félögum í heimi, ef ekki stærsta félag í sögunni. Þú [ungir leikmenn félagsins] hefur tækifæri til að vera í Manchester United svo taktu tækifærið þegar það kemur.” „Þú ert ungur, þú ert með gæði, þú hefur ekkert að óttast. Ég vona að ég geti fyrir fyrirmynd, bæði innan- sem utanvallar. Og ég vona að einn daginn - því ég tel mig ekki enn vera orðinn gamlan mann - að ungu leikmennirnir sem koma upp muni taka stöðuna mína í liðinu. Þannig er það hér og ég mun ekki spila að eilífu.“ „Ég vona að ungu leikmennirnir verði goðsagnir hér hjá félaginu en þeir verða að njóta og virða það tækifæri sem þeir fá,“ sagði Pogba að lokum. Að því sögðu er talið að tveir ungir leikmenn Manchester United feti í fótspor Paul Pogba og yfirgefi liðið þar sem þeim finnst þeir ekki hafa fengið nægileg tækifæri, það eru þeir Angel Gomes og Tahith Chong. Gomes hefur verið orðaður við Barcelona á meðan Chong er orðaður við Juventus eða Inter Milan. Þó svo að þeir ákveði að yfirgefa félagið er leikmannahópurinn enn ungur að árum og Pogba vonast til að geta aðstoðað leikmenn á borð við Brandon Williams, Mason Greenwood, Daniel James og mögulega þá Marcus Rashford og Scott McTominay á komandi misserum. Hvort það verði lengur en til sumarsins 2021 verður að koma í ljós en þá rennur samningur Pogba við Man Utd út. This is the real Paul Pogba. Listen to him. #MUFChttps://t.co/xoUO61803D— Rob Blanchette (@_Rob_B) January 23, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær: Pogba er ekki að fara neitt Ole Gunnar Solskjær þurfti enn einu sinni að svara spurningum um framtíð franska miðjumannsins Paul Pogba í kvöld. 4. janúar 2020 23:00 Aðgerð Pogba gekk vel: „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi“ Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina. 8. janúar 2020 10:30 „Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45 Solskjær ósáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda um United Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki parsáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda, Mino Raiola, á dögunum. 4. janúar 2020 08:00 Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið. 23. janúar 2020 23:00 Sjáðu rosalegt hús Mendy: Fótboltavöllur og hringur frá Pogba Glaumgosinn Benjamin Mendy býr í ágætis húsi. 8. janúar 2020 07:00 Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30 Neymar valdi fimm manna draumalið en það voru nokkrar reglur Brasilíski snillingurinn Neymar fékk ansi verðugt verkefni á dögunum en fréttamiðillinn Squawka birti myndbandið á vef sínum í gær. 10. janúar 2020 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Solskjær: Pogba er ekki að fara neitt Ole Gunnar Solskjær þurfti enn einu sinni að svara spurningum um framtíð franska miðjumannsins Paul Pogba í kvöld. 4. janúar 2020 23:00
Aðgerð Pogba gekk vel: „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi“ Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina. 8. janúar 2020 10:30
„Manchester United myndi eyðileggja Maradona, Maldini og Pele“ Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og fleirri stórstjarna, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. 1. janúar 2020 18:45
Solskjær ósáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda um United Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki parsáttur með ummæli umboðsmannsins umdeilda, Mino Raiola, á dögunum. 4. janúar 2020 08:00
Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið. 23. janúar 2020 23:00
Sjáðu rosalegt hús Mendy: Fótboltavöllur og hringur frá Pogba Glaumgosinn Benjamin Mendy býr í ágætis húsi. 8. janúar 2020 07:00
Pogba þarf að fara í aðgerð Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn. 2. janúar 2020 08:30
Neymar valdi fimm manna draumalið en það voru nokkrar reglur Brasilíski snillingurinn Neymar fékk ansi verðugt verkefni á dögunum en fréttamiðillinn Squawka birti myndbandið á vef sínum í gær. 10. janúar 2020 08:30