Vanmetum ekki foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun