Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 19:10 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er sakaður um að hafa sent ríkasta manni heims spilliforrit sem var notað til að stela gögnum. Vísir/EPA Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs. Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs.
Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44
Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32