John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 17:35 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans náði í grunnbúðir K2 í dag. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. Í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra kemur fram að hópurinn hafi komist í grunnbúðirnar eftir níu daga á Baltoro-jöklinum. Um 27 stiga frost sé í búðunum og þreyta sé í mannskapnum eftir erfiða daga. Á morgun segir John Snorri að hópurinn hvíli sig fyrir framhaldið en á föstudag standi til að hefja ferðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. Hlutar hópsins skiptist á að gera öruggan slóða upp í efri búðirnar. Erfiðar aðstæður torvelduðu John Snorra og félögum leiðina að grunnbúðunum. Á vefsíðu Apricot Tours í Pakistan kemur fram að sökum aðstæðna hafi leið sem átti að taka sjö klukkustundir undir venjulegum aðstæðum tekið hópinn þrjá daga. Grunnbúðirnar þar sem hópurinn hefst nú við er í tæplega fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Tindur K2, sem er á landamærum Kína og Pakistans, er sá annar hæsti á jörðinni á eftir Everest-fjalli, rúmlega 8.600 metrar að hæð. Enginn hefur náð að klífa tindinn að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn árið 2017 en þá að sumri til. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37 28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans náði í grunnbúðir K2 í dag. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. Í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra kemur fram að hópurinn hafi komist í grunnbúðirnar eftir níu daga á Baltoro-jöklinum. Um 27 stiga frost sé í búðunum og þreyta sé í mannskapnum eftir erfiða daga. Á morgun segir John Snorri að hópurinn hvíli sig fyrir framhaldið en á föstudag standi til að hefja ferðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. Hlutar hópsins skiptist á að gera öruggan slóða upp í efri búðirnar. Erfiðar aðstæður torvelduðu John Snorra og félögum leiðina að grunnbúðunum. Á vefsíðu Apricot Tours í Pakistan kemur fram að sökum aðstæðna hafi leið sem átti að taka sjö klukkustundir undir venjulegum aðstæðum tekið hópinn þrjá daga. Grunnbúðirnar þar sem hópurinn hefst nú við er í tæplega fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Tindur K2, sem er á landamærum Kína og Pakistans, er sá annar hæsti á jörðinni á eftir Everest-fjalli, rúmlega 8.600 metrar að hæð. Enginn hefur náð að klífa tindinn að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn árið 2017 en þá að sumri til.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37 28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37
28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09
Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30
Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30