Plastbitarnir á stærð við mannsnögl Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 10:46 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13