Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:08 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018. Twitter Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06
Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19