Segir Liverpool þurfa bara einn leikmann og nafn hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:30 Kylian Mbappé á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Getty/Erwin Spek/ Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira