Æðardúnssöfnun á Íslandi til umfjöllunar hjá Business Insider Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 12:26 Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði. Skjáskot/YouTube Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni. Stykkishólmur Dýr Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni.
Stykkishólmur Dýr Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira