Saumaklúbburinn er dáinn Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar