Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 22:09 Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, Garðabæ, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur. Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur.
Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56
Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00