Samviska Háskóla Íslands Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:00 Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar