Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2020 08:15 Þættirnir sem báru nafnið Klink voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Rúv núll Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“ Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira