Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 13:45 Gunnar segir þetta hafi í för með sér 25-30% hækkun kostnaðar vegna dreifingar. Vísir/Vilhelm Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“ Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“
Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira