Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2020 12:15 Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“. Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“.
Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira