„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 18:45 Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira