Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira