Samningsleysi í 79 daga! SFS 14 – Sjómenn 2 Heiðveig María Einarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Skítfall enn eina ferðina í samningatækni 101, staðan er SFS 1 – Sjómenn 0 eða ef við tökum sérfræðingsstöðuna 14 -2 , það þarf ekki mikil geimvísindi til að átt sig á því að þetta getur ekki farið öðruvísi í þetta skipið frekar en öll hin skiptin. Nokkrar staðreyndir (alls ekki tæmandi) áður en lengra er haldið (þá út frá þeim upplýsingum sem eru aðgengilegar): Starfandi fiskimenn á Íslandi eru í kringum 2.500 – 3.000 sé miðað við þá sem greiddu atkvæði í síðustu samningum. Undir heildarsamtökum sjómanna (SSÍ og ASÍ) eru 17 aðildarfélög, þar af 4 „hrein“ sjómannafélög. Stærstu félög utan heildarsamtaka eru a.m.k. 5, þá Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Íslands, Skipstjórnarfélagið, Vélstjóra og Málmtæknifélag Íslands (bein aðild að ASÍ) Verðandi auk fleiri smárra skipstjórnarfélaga sem ég veit ekki alveg nógu mikil deili á. Þegar við tökum þetta saman þá er bakgrunnur forystu Sjómanna eftirfarandi (það má gjarnan senda mér athugasemdir til leiðréttingar): 22 = formenn 12 = (full stöðugildi) Starfandi formenn og aðrir stjórnarmenn í fullri vinnu eingöngu fyrir sjómenn (bakgrunnur, reynsla úr greininni). 2 = starfandi stöðugildi í blönduðu félögunum , ef við gefum okkur að hver formaður gefi sjómönnum 15% af tímanum sínum. 2 = starfandi sérfræðingar, ef við gefum okkur að aðgengi að sérfræðingum sé 15% með úthýsingu og aðgengi að sérfræðingum blönduðu félaganna. Berum svo saman viðsemjendur okkar, Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS). Fjöldi aðildarfélaga er ekki gefinn upp en gefum okkur að fjöldi þeirra sé sá sami og Sjómanna = 22 1 – Formaður (bakgrunnur, framhaldsmenntun) 1 – Framkvæmdastjóri (bakgrunnur , lögfræðingur) 16 – Fjöldi stöðugilda sem skiptast með eftirfarandi hætti: 2 – Hagfræðingar 3 – lögfræðingar 1 – tölvunarfræðingur 2 – verk- og tæknifræðingar 2 – markaðs- og upplýsingasérfræðingar 4 - sérfræðingar 2 - óskilgreint Sjómenn hafa verið samningslausir núna í 78 daga, síðast voru samningar lausir í 5 ár ef ég man rétt. Ég hef beðið allt þetta ár sem aðili að þessum samningi eftir því að fá að taka þátt í myndun kröfugerðar fyrir komandi samninga, sú bið stendur enn yfir. Ég hef verið félagi í Sjómannafélagi Íslands sem er eitt af tveimur félögum sem stendur fyrir utan heildarsamtök sjómanna SSÍ (fyrir utan skipstjórnar- og vélstjórnarfélögin). Það félag stendur utan heildarsamtaka en ég hef ekki heyrt hóst né stunu um það hvaða kröfur eru settar þar fram en af biturri reynslu þá er ég nokkuð viss um að ekki sé breyting á því hvernig þær eru samsettar. Ég tel að hag mínum sé samt sem áður betur varið undir heildarsamtökum sjómanna þá þrátt fyrir þessa kröfugerð og vinn að því núna. Í einfeldni minni þá ætla ég að leyfa mér að halda það að menn viti bara ekki betur, þessir menn eru margir hverjir góðir og gildir menn en hafa þó þann ókost að geta ekki viðurkennt vanmátt sinn gagnvart viðsemjendum sínum og búið þannig um hnútana að kröfugerð sé miklu mun betur undirbúin og unnin af fagmönnum og sérfræðingum – og þá umfram allt stilla upp fagfólki í samningum á móti þessum viðsemjendum. Viðsemjendur okkar gera hins vegar allt saman eftir bókinni, undirbúa sig vel, treysta á vinnu sérfræðinga, dúndra fram ofurkröfum (á samningamáli er það kallað að ,,opna hátt,,), hafa treyst einum leiðtoga fyrir sínum málflutningi og koma fram saman sem heild, a.m.k. út á við (þar innanborðs eru klárlega margir smá- og stórkóngar). Virkilega vel gert og ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum. Ég er nánast undantekningalaust á öndverðum meiði við málflutning Heiðrúnar Lindar en þarna get ég verið sammála henni og það verður ekki af henni tekið að hún hefur staðið sig í sínu starfi í skýlausu og fullu umboði aðildarfélaga sinna. Ég persónulega veit ekki alveg hvernig kröfugerðin ætti að vera þar sem ég tel mig ekki hafa til þess nægar upplýsingar frá öllum sjómönnum en þó held ég að það sé nokkuð ljóst að fiskverð er stærsti hlutinn þar (ég byrjaði að skrifa um það fyrir rúmum 3 árum), hvernig útfærslan á að vera hef ég ekki hugmynd um (ég hef ekki til þess nægar rannsóknir eða uppl) þó væri ágætt að byrja á því að allur fiskur fari á markað, t.d. Í afar stuttu máli þá ættu sjómenn sjálfir að fá að ráðstafa sínum hlut af aflanum og samninginn þarf að endurskrifa frá grunni til þess að eyða vafaatriðum því samningurinn ber keim af því að SFS hafi alltaf ,,opnað hátt,, og ekki fengi neina viðspyrnu á móti og því er hann gegnum gangandi alltaf túlkanlegur útgerð í hag (ég hefði gert það sama í sporum útgerðanna). Kröfur sjómanna annars vegar og SFS hins vegar eru hér meðfylgjandi, það sér það hver heilvita maður að fram undan eru síður en svo einhverjar kjarabætur fyrir sjómenn heldur þarf að standa einhvern svakalegasta varnarleik sögunnar bara til þess eins að halda í helvítis hanskaparið og kókópuffs pakkann sem fékkst eftir 5 ára samningsleysi og ca 6 vikna verkfall síðast þegar samið var !! Umræða um hverja og eina af þessum kröfum er efni í nokkra aðra pistla. Eru þið félagar mínir ekki alveg örugglega klárir í bátanna ?? Að þessu sögðu þá held ég að það sé fyrir langa langa löngu kominn tími til að menn taki prikið út úr rassgatinu á sér, sjái að sér og reyni að bjarga þessari samningslotu fyrir horn með því að stíga til hliðar og fá til þess alvöru þungavigtarfólk líkt og viðsemjendur okkar! Kröfugerðir beggja aðila fengin af heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga ( www.verkvest.is) Sjómannasamband Íslands fundaði með SFS og afhenti þeim kröfur sjómanna í dag, en samningar hafa verið lausir síðan 1. desember síðastliðinn. Kröfur sjómanna eru í 15 liðum og eru eftirfarandi: Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð. Útgerðin greiði 0,3% í Sjómennt. Útflutningur í gámum. Vinna skipverja við ísun ekki leyfileg þegar aflinn hefur þegar veið seldur erlendum aðila. Slysavarnarskóli sjómanna. Nánar verði skilgreint hvaða kostnað útgerð á að bera varðandi uppihald og ferðir. Ráðningarsamningar og lausráðningar. Þessum málum komið í betra horf. Frí um Jól, áramót og sjómannadag verði aukin. Trúnaðarmaður skipverja við uppgjör geti verið utanaðkomandi aðili að vali skipverja og stéttarfélags. Vinna matsveina á uppsjávarskipum verði römmuð inn með tilliti til hvíldartíma og í höfn utan heimahafnar. Laun aðstoðarmanns matsveins á frystiskipum hækki verulega. Ávinnsla orlofs verði samræmd við almenna markaðinn. Vinnslustjórar og matsmenn á frystiskipum fái 1/8 aukahlut í stað fastrar krónutölu. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjómannaafsláttar. Skipverjar hafi frí við löndun á öllum veiðum, þar með talið á dagróðrum. Þar að auki áskilur samninganefnd Sjómannasambands Íslands sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Samninganefnd útgerðarmanna svaraði kröfum okkar með því að leggja fram kröfur á hendur sjómönnum í fleiri liðum en sjómenn lögðu fram, en kröfur útgerðarmanna eru eftirfarandi: Sjómenn greiði hlut í sköttum útgerða, s.s. veiðigjaldi, tryggingagjaldi og kolefnisgjaldi. Sjómenn greiði þriðjung kostnaðar útgerðar við að slysatryggja sjómenn. Sjómenn í skiptimannakerfum gefi eftir veikindarétt sinn þannig að þeir fái aðeins greitt fyrir þá túra sem þeir hefðu verið um borð samkvæmt plani. Nýsmíðaákvæði breytist þannig að togararall Hafró verði undanskilið í útreikningi úthaldsdaga. Samið verði um nýsmíðaálag varðandi næstu kynslóð fiskiskipa. Helgar- og hafnarfrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi við útgerð. Sérákvæði um frí um Páska falli niður og Jólafrí á uppsjávarskipum verði stytt. Kauptryggingartímabil verði lengt í þrjá mánuði. Uppgjöri á frystitogurum verði breytt þannig að 90% uppgjör af aflaverðmæti til sjómanna falli út og lengri tími verði veittur til fullnaðaruppgjörs. Heimilt verði að ráða sjómenn til útgerðar í stað þess að ráða á tilgreind skip. Endurskoðaðar verði greiðslur útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði. Skiptakjör og uppgjörsaðferðir verði endurskoðaðar varðandi einstakar veiðigreinar. Heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut. Heimilt verði að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu, þ.e. tvo eða fleiri um eitt hásetapláss. Sektir fyrir brot á kjarasamningum verði felldar niður. Sömu kjarasamningar gildi á öllu landinu. (Verk Vest og ASA renni inn í SSÍ). Kostnaður við geymslu afurða verði dreginn af óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra söluverði. Fiskur sem meðafli á rækjuveiðum verði gerður upp samkvæmt ákvæðum um fiskveiðar. Ákvæði kjarasamninga um löndun verði tekin til endurskoðunar. Kvótakaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu. Enginn matsveinn verði á minni bátum og ákvæði um aðstoðarmann matsveins falli brott. Þar að auki áskilur samninganefnd SFS sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Næsti fundur verður væntanlega innan skamms. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Kjaramál Sjávarútvegur Verkfall sjómanna Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Skítfall enn eina ferðina í samningatækni 101, staðan er SFS 1 – Sjómenn 0 eða ef við tökum sérfræðingsstöðuna 14 -2 , það þarf ekki mikil geimvísindi til að átt sig á því að þetta getur ekki farið öðruvísi í þetta skipið frekar en öll hin skiptin. Nokkrar staðreyndir (alls ekki tæmandi) áður en lengra er haldið (þá út frá þeim upplýsingum sem eru aðgengilegar): Starfandi fiskimenn á Íslandi eru í kringum 2.500 – 3.000 sé miðað við þá sem greiddu atkvæði í síðustu samningum. Undir heildarsamtökum sjómanna (SSÍ og ASÍ) eru 17 aðildarfélög, þar af 4 „hrein“ sjómannafélög. Stærstu félög utan heildarsamtaka eru a.m.k. 5, þá Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Íslands, Skipstjórnarfélagið, Vélstjóra og Málmtæknifélag Íslands (bein aðild að ASÍ) Verðandi auk fleiri smárra skipstjórnarfélaga sem ég veit ekki alveg nógu mikil deili á. Þegar við tökum þetta saman þá er bakgrunnur forystu Sjómanna eftirfarandi (það má gjarnan senda mér athugasemdir til leiðréttingar): 22 = formenn 12 = (full stöðugildi) Starfandi formenn og aðrir stjórnarmenn í fullri vinnu eingöngu fyrir sjómenn (bakgrunnur, reynsla úr greininni). 2 = starfandi stöðugildi í blönduðu félögunum , ef við gefum okkur að hver formaður gefi sjómönnum 15% af tímanum sínum. 2 = starfandi sérfræðingar, ef við gefum okkur að aðgengi að sérfræðingum sé 15% með úthýsingu og aðgengi að sérfræðingum blönduðu félaganna. Berum svo saman viðsemjendur okkar, Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS). Fjöldi aðildarfélaga er ekki gefinn upp en gefum okkur að fjöldi þeirra sé sá sami og Sjómanna = 22 1 – Formaður (bakgrunnur, framhaldsmenntun) 1 – Framkvæmdastjóri (bakgrunnur , lögfræðingur) 16 – Fjöldi stöðugilda sem skiptast með eftirfarandi hætti: 2 – Hagfræðingar 3 – lögfræðingar 1 – tölvunarfræðingur 2 – verk- og tæknifræðingar 2 – markaðs- og upplýsingasérfræðingar 4 - sérfræðingar 2 - óskilgreint Sjómenn hafa verið samningslausir núna í 78 daga, síðast voru samningar lausir í 5 ár ef ég man rétt. Ég hef beðið allt þetta ár sem aðili að þessum samningi eftir því að fá að taka þátt í myndun kröfugerðar fyrir komandi samninga, sú bið stendur enn yfir. Ég hef verið félagi í Sjómannafélagi Íslands sem er eitt af tveimur félögum sem stendur fyrir utan heildarsamtök sjómanna SSÍ (fyrir utan skipstjórnar- og vélstjórnarfélögin). Það félag stendur utan heildarsamtaka en ég hef ekki heyrt hóst né stunu um það hvaða kröfur eru settar þar fram en af biturri reynslu þá er ég nokkuð viss um að ekki sé breyting á því hvernig þær eru samsettar. Ég tel að hag mínum sé samt sem áður betur varið undir heildarsamtökum sjómanna þá þrátt fyrir þessa kröfugerð og vinn að því núna. Í einfeldni minni þá ætla ég að leyfa mér að halda það að menn viti bara ekki betur, þessir menn eru margir hverjir góðir og gildir menn en hafa þó þann ókost að geta ekki viðurkennt vanmátt sinn gagnvart viðsemjendum sínum og búið þannig um hnútana að kröfugerð sé miklu mun betur undirbúin og unnin af fagmönnum og sérfræðingum – og þá umfram allt stilla upp fagfólki í samningum á móti þessum viðsemjendum. Viðsemjendur okkar gera hins vegar allt saman eftir bókinni, undirbúa sig vel, treysta á vinnu sérfræðinga, dúndra fram ofurkröfum (á samningamáli er það kallað að ,,opna hátt,,), hafa treyst einum leiðtoga fyrir sínum málflutningi og koma fram saman sem heild, a.m.k. út á við (þar innanborðs eru klárlega margir smá- og stórkóngar). Virkilega vel gert og ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum. Ég er nánast undantekningalaust á öndverðum meiði við málflutning Heiðrúnar Lindar en þarna get ég verið sammála henni og það verður ekki af henni tekið að hún hefur staðið sig í sínu starfi í skýlausu og fullu umboði aðildarfélaga sinna. Ég persónulega veit ekki alveg hvernig kröfugerðin ætti að vera þar sem ég tel mig ekki hafa til þess nægar upplýsingar frá öllum sjómönnum en þó held ég að það sé nokkuð ljóst að fiskverð er stærsti hlutinn þar (ég byrjaði að skrifa um það fyrir rúmum 3 árum), hvernig útfærslan á að vera hef ég ekki hugmynd um (ég hef ekki til þess nægar rannsóknir eða uppl) þó væri ágætt að byrja á því að allur fiskur fari á markað, t.d. Í afar stuttu máli þá ættu sjómenn sjálfir að fá að ráðstafa sínum hlut af aflanum og samninginn þarf að endurskrifa frá grunni til þess að eyða vafaatriðum því samningurinn ber keim af því að SFS hafi alltaf ,,opnað hátt,, og ekki fengi neina viðspyrnu á móti og því er hann gegnum gangandi alltaf túlkanlegur útgerð í hag (ég hefði gert það sama í sporum útgerðanna). Kröfur sjómanna annars vegar og SFS hins vegar eru hér meðfylgjandi, það sér það hver heilvita maður að fram undan eru síður en svo einhverjar kjarabætur fyrir sjómenn heldur þarf að standa einhvern svakalegasta varnarleik sögunnar bara til þess eins að halda í helvítis hanskaparið og kókópuffs pakkann sem fékkst eftir 5 ára samningsleysi og ca 6 vikna verkfall síðast þegar samið var !! Umræða um hverja og eina af þessum kröfum er efni í nokkra aðra pistla. Eru þið félagar mínir ekki alveg örugglega klárir í bátanna ?? Að þessu sögðu þá held ég að það sé fyrir langa langa löngu kominn tími til að menn taki prikið út úr rassgatinu á sér, sjái að sér og reyni að bjarga þessari samningslotu fyrir horn með því að stíga til hliðar og fá til þess alvöru þungavigtarfólk líkt og viðsemjendur okkar! Kröfugerðir beggja aðila fengin af heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga ( www.verkvest.is) Sjómannasamband Íslands fundaði með SFS og afhenti þeim kröfur sjómanna í dag, en samningar hafa verið lausir síðan 1. desember síðastliðinn. Kröfur sjómanna eru í 15 liðum og eru eftirfarandi: Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð. Útgerðin greiði 0,3% í Sjómennt. Útflutningur í gámum. Vinna skipverja við ísun ekki leyfileg þegar aflinn hefur þegar veið seldur erlendum aðila. Slysavarnarskóli sjómanna. Nánar verði skilgreint hvaða kostnað útgerð á að bera varðandi uppihald og ferðir. Ráðningarsamningar og lausráðningar. Þessum málum komið í betra horf. Frí um Jól, áramót og sjómannadag verði aukin. Trúnaðarmaður skipverja við uppgjör geti verið utanaðkomandi aðili að vali skipverja og stéttarfélags. Vinna matsveina á uppsjávarskipum verði römmuð inn með tilliti til hvíldartíma og í höfn utan heimahafnar. Laun aðstoðarmanns matsveins á frystiskipum hækki verulega. Ávinnsla orlofs verði samræmd við almenna markaðinn. Vinnslustjórar og matsmenn á frystiskipum fái 1/8 aukahlut í stað fastrar krónutölu. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjómannaafsláttar. Skipverjar hafi frí við löndun á öllum veiðum, þar með talið á dagróðrum. Þar að auki áskilur samninganefnd Sjómannasambands Íslands sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Samninganefnd útgerðarmanna svaraði kröfum okkar með því að leggja fram kröfur á hendur sjómönnum í fleiri liðum en sjómenn lögðu fram, en kröfur útgerðarmanna eru eftirfarandi: Sjómenn greiði hlut í sköttum útgerða, s.s. veiðigjaldi, tryggingagjaldi og kolefnisgjaldi. Sjómenn greiði þriðjung kostnaðar útgerðar við að slysatryggja sjómenn. Sjómenn í skiptimannakerfum gefi eftir veikindarétt sinn þannig að þeir fái aðeins greitt fyrir þá túra sem þeir hefðu verið um borð samkvæmt plani. Nýsmíðaákvæði breytist þannig að togararall Hafró verði undanskilið í útreikningi úthaldsdaga. Samið verði um nýsmíðaálag varðandi næstu kynslóð fiskiskipa. Helgar- og hafnarfrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi við útgerð. Sérákvæði um frí um Páska falli niður og Jólafrí á uppsjávarskipum verði stytt. Kauptryggingartímabil verði lengt í þrjá mánuði. Uppgjöri á frystitogurum verði breytt þannig að 90% uppgjör af aflaverðmæti til sjómanna falli út og lengri tími verði veittur til fullnaðaruppgjörs. Heimilt verði að ráða sjómenn til útgerðar í stað þess að ráða á tilgreind skip. Endurskoðaðar verði greiðslur útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði. Skiptakjör og uppgjörsaðferðir verði endurskoðaðar varðandi einstakar veiðigreinar. Heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut. Heimilt verði að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu, þ.e. tvo eða fleiri um eitt hásetapláss. Sektir fyrir brot á kjarasamningum verði felldar niður. Sömu kjarasamningar gildi á öllu landinu. (Verk Vest og ASA renni inn í SSÍ). Kostnaður við geymslu afurða verði dreginn af óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra söluverði. Fiskur sem meðafli á rækjuveiðum verði gerður upp samkvæmt ákvæðum um fiskveiðar. Ákvæði kjarasamninga um löndun verði tekin til endurskoðunar. Kvótakaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu. Enginn matsveinn verði á minni bátum og ákvæði um aðstoðarmann matsveins falli brott. Þar að auki áskilur samninganefnd SFS sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Næsti fundur verður væntanlega innan skamms. Höfundur er sjómaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun