Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 20:15 Gunnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.”Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það.„Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.”Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa þremur leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.” „Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu fjögur og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag. „Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni." „Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.”Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það.„Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.”Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa þremur leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.” „Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu fjögur og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag. „Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni." „Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15