Rio Tinto þarf að semja Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 16. febrúar 2020 09:00 Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar