Kynlífsvélmenni geti verið siðferðileg ógn við samfélagið Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 12:07 Dæmi um kynlífsvélmenni sem fyrirtækið Realbotix framleiðir. Vísir/Getty Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“ Kynlíf Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“
Kynlíf Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira