Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Ágúst Bjarni Garðarson skrifar 14. febrúar 2020 08:00 Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar