Spurningin sem ég klúðraði Arnór Steinn Ívarsson skrifar 28. febrúar 2020 11:30 Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar