Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 23:17 Frá kauphöllinni í New York í dag. AP/Richard Drew Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm þúsund stig, en það samsvarar 3,6 prósentum. Svipuð lækkun varð á öðrum vísitölum og segja sérfræðingar að dagurinn hafi verið sá versti í tvö ár. Hlutabréf tæknifyrirtækja og fjármálastofnana lækkuðu hvað mest í virði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lækkunin á mörkuðum í Evrópu var að mestu leiti meiri en í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á Ítalíu, þar sem minnst sjö hafa dáið vegna veirunnar. Þar var lækkunin tæp sex prósent. Um það bil 77 þúsund manns hafa smitast af veirunni í Kína og nærri því 2.600 dáið. Smitum hefur þó fjölgað hratt utan landamæra Kína og sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin frá sér þau skilaboð í gær að heimsbyggðin þurfi að undirbúa sig fyrir mögulegan heimsfaraldur kórónaveirunnar. Rúmlega 1.200 smit hafa verið staðfest í um þrjátíu löndum. Þar af hafa rúmlega tuttugu dáið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir fjárfesta hafa sýnt mikið andvaraleysi á undanförnum vikum, þrátt fyrir skýr merki um að efnahagur Kína, sá næst stærsti í heiminum, hafi orðið fyrir miklu höggi. Þar að auki hafi birgðakeðja heimsins orðið fyrir truflunum. Hann sagði markaði hafa tekið kipp niður á við í janúar en fljótt hafi rétt úr kútnum. Það hafi verið til marks um að ekki væri talið að Covid-19 kórónaveiran kæmi verulega niður á hagnaði fyrirtækja. Nú sé verið að endurskoða það viðhorf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm þúsund stig, en það samsvarar 3,6 prósentum. Svipuð lækkun varð á öðrum vísitölum og segja sérfræðingar að dagurinn hafi verið sá versti í tvö ár. Hlutabréf tæknifyrirtækja og fjármálastofnana lækkuðu hvað mest í virði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lækkunin á mörkuðum í Evrópu var að mestu leiti meiri en í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á Ítalíu, þar sem minnst sjö hafa dáið vegna veirunnar. Þar var lækkunin tæp sex prósent. Um það bil 77 þúsund manns hafa smitast af veirunni í Kína og nærri því 2.600 dáið. Smitum hefur þó fjölgað hratt utan landamæra Kína og sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin frá sér þau skilaboð í gær að heimsbyggðin þurfi að undirbúa sig fyrir mögulegan heimsfaraldur kórónaveirunnar. Rúmlega 1.200 smit hafa verið staðfest í um þrjátíu löndum. Þar af hafa rúmlega tuttugu dáið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir fjárfesta hafa sýnt mikið andvaraleysi á undanförnum vikum, þrátt fyrir skýr merki um að efnahagur Kína, sá næst stærsti í heiminum, hafi orðið fyrir miklu höggi. Þar að auki hafi birgðakeðja heimsins orðið fyrir truflunum. Hann sagði markaði hafa tekið kipp niður á við í janúar en fljótt hafi rétt úr kútnum. Það hafi verið til marks um að ekki væri talið að Covid-19 kórónaveiran kæmi verulega niður á hagnaði fyrirtækja. Nú sé verið að endurskoða það viðhorf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00