Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 14:00 Thomas Lundin og listafólkið sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni á laugardag. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó
Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira