Sjá fjórði yngsti í sögunni til að skora 50 stig í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 16:30 Trae Young, til hægri, er að spila frábærlega í NBA-deildinni í vetur og að verða ein af súperstjörnum deildarinnar. Getty/Todd Kirkland Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt. NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt.
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira