Bíða að meðaltali í sextán mánuði eftir úrlausn í umgengnismálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Löng bið er eftir því að fá úrlausn í umgengnismálum hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins. vísir/vilhelm Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér. Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.
Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira