Heilsugæsla í höftum Guðbrandur Einarsson skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun